Black Sheep vörulína
Black Sheep Collection er umhverfisvæn OEKO-TEX® STANDARD 100 gæðavottuð útivistarlína. Vörulínan er sérstæð á heimsvísu með sinni einstöku ullarblöndu þar sem fatnaður línunnar er fylltur með 60gr af íslenskri ull. Flíkurnar eru því léttar og hlýjar, þökk sé einstökum eiginleikum íslensku ullarinnar. Hönnunin er tímalaus og umhverfisvæn en einungis hágæða efni eru notuð í línuna þar sem hvert smáatriði er vel úthugsað.
Black Sheep Collection vörur
OEKO-TEX® STANDARD 100
Black Sheep Collection vörulínan er OEKO-TEX® STANDARD 100 gæðavottuð en það þýðir vottun frá þriðja aðila sem tryggir að varan sé laus við skaðleg efni. Það er að segja að viðskiptavinurinn getur verið viss um að hann er að kaupa umhverfisvæna flík, sem er vottuð af óháðum aðila sem er hvorki vörumerkið sjálft né framleiðandinn. Allt efni sem er notað í flíkina: efni, tvinni, teygjur, rennilásar, smellur o.s.frv. hefur verið prófað fyrir skaðlegum efnum og er því öruggt. OEKO-TEX® STANDARD 100 vottuð flík er með QR kóða sem viðskiptavinur getur skannað og fer þá beint inn á vottunina.
Hönnuð fyrir hreyfingu
Black Sheep Collection línan er sérstaklega hönnuð fyrir útivist í íslenskum aðstæðum þar sem einstakir eiginleikar íslensku ullarinnar njóta sín til fulls með hámarks einangrun, frábærri endingu, góðri öndun og einstakri varmajöfnun.
Ytra byrði línunnar er úr hágæða efnum sem tryggja liðleika en eru um leið vatnsfráhrindandi. Black Sheep Collection er því bylting fyrir útivistarfólk sem vill vistvænni kost og góða virkni við mismunandi aðstæður.
1 / 4
Umhverfisvæn útivistarlína
Með Black Sheep Collection hefur Icewear gengið skrefinu lengra í átt að sjálfbærni en hönnunin er tímalaus og einungis hágæða efni eru notuð í línuna, flíkurnar eru gerðar til að endast. Útivistarlínan er OEKO-TEX® STANDARD 100 gæðavottuð sem þýðir að hver einasta flík, allt frá efni til þráða þess hafa verið
þaulprófaðar fyrir allt að 350 skaðlegum efnum. Ytra byrði er síðan úr 100% endurunnu nylon.
Íslenska ullarfylling Icewear er gerð úr afgangsull sem áður nýttist ekki í prjónaband ásamt 20% endurunnu PET/bio-polyester til að auka líftíma ullarfyllingarinnar.
Hvað gerir Black Sheep Collection línuna svona sérstaka?
Black sheep Collection línan er hágæða útivistarlína sem gerð er úr íslenskri ull og endurunnu pólíester. Allar vörur línunnar eru OEKO-TEX vottaðar sem þýðir að hver og einasta flík, allt frá efni til þráða þess hafa verið þaulprófaðar fyrir allt að 350 skaðlegum efnum.
Hvað gerir íslenska ull svona sérstaka?
Íslenska ullin er létt, andar vel og er náttúrulega bakteríudrepandi. Hún samanstendur úr tveimur gerðum þráða sem gerir hana frábæra til einangurnar ásamt að vera náttúrulega vatnsfráhrindandi.
Hvað gerir vörulínuna svona vistvæna?
Einangrunin er unnin úr 80% íslenskri ull og 20% endurunnu pólíester. 100% endurunnið nælon er svo notað í ysta lag efnisins.
Má nota hana allt árið?
Já, Íslenska ullin andar sérlega vel og tryggir hlýju þegar þörf krefur. Fatnaðurinn hentar vel sem mið- eða ysta lag en einnig er hægt að fá þykkari fatnað frá Icewear fyrir vetrarveður.
Má flíkin fara í þvottavél?
Já, allar ullareinangraðar vörur frá Icewear þola þvott. Meðhöndlun líkt og með allar ullarvörur; þvottur á lágum hita (mest 30°C) og flíkin lögð til að þurrka hana
Hleypur flíkin?
Nei, ullareinangrunin kemur í þunnu lagi sem heldur formi sínu þegar flíkin blotnar.
Eru fleiri sambærilegar línur í boði?
Já, Icewear býður upp á fjölda lína sem byggja á notkun íslensku ullarinnar til einangrunar.
Ertu með fleiri spurningar?
Hafðu samband við okkur eða komdu við í einni af fjölmörgum verslunum okkar um land allt.