Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Icewear nær til alls starfsfólks fyrirtækisins. Jafnlaunastefnan kveður á um að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Icewear skal vera eftirsóttur vinnustaður fyrir öll kyn og fólk með hlutlausa skráningu kyns, þar sem allir hafa sömu tækifæri í starfi. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni.

Forstjóri ber ábyrgð á því að jafnlaunakerfi fyrirtækisins standist lög og sé í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

Skrifstofustjóri ásamt mannauðsstjóra bera ábyrgð á innleiðingu, viðhaldi, eftirliti og stöðugum umbótum jafnlaunakerfis.

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur Icewear sig til að:

• Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85

• Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega.

• Jafnlaunaviðmið séu málefnaleg og feli ekki í sér beina né óbeina mismunun.

• Allar launaákvarðanir séu gegnsæjar, málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar.

• Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.

• Árlega fari fram launagreining, innri úttekt og rýni stjórnenda.

• Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.

• Birta stefnuna á vef fyrirtækisins og kynna hana öllu starfsfólki.

Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna Icewear