Mannauðsstefna
Icewear leggur áherslu á gott vinnuumhverfi fyrir starfsfólk á öllum sínum starfsstöðvum. Stefna fyrirtækisins er að hafa yfir að ráða hæfu, áhugasömu og ábyrgu starfsfólki og skapa þannig sterka liðsheild og starfsanda.
Áherslur Icewear:
Fyrirtækið ræður og hefur um að ráða hæfu starfsfólki sem uppfyllir kröfur um þekkingu, reynslu og færni.
Jafnrétti skal tryggt á öllum sviðum og mikil áhersla er lögð á að allt starfsfólk njóti mannréttinda óháð uppruna, þjóðernis, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kyni, kynhneigðar, aldurs, efnahags, fötlunar eða heilsufars. Sjá nánar í Jafnréttisstefnu Icewear.
Launajafnrétti er tryggt innan fyrirtækisins þar sem allir starfsmenn fá sambærileg laun fyrir jafn verðmæt störf, með hliðsjón af starfsaldri og reynslu. Fyrirtækið starfar eftir vottuðu jafnlaunakerfi.
Starfsþróun er sameiginlegt verkefni fyrirtækis og starfsfólks. Fyrirtækið leggur áherslu á að þróun í starfi sé möguleg.
Fjölbreytni á vinnustað skiptir máli fyrir árangur og nýsköpun. Með faglegu ráðningarferli er lögð áhersla á hæfni umsækjenda og leitað eftir hæfustu einstaklingunum í rétt störf.
Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsfólks sé tryggt og að minnsta kosti í samræmi við lögbundnar kröfur. Vellíðan og heilbrigði starfsfólks eru sameiginlegir hagsmunir sem hafðir að leiðarljósi.
Fyrirtækið leggur áherslu á að starfsfólki líði vel í vinnu, með áherslu á opin samskipti, góðan starfsanda og vellíðan í starfi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að skapa umhverfi sem er laust við einelti, fordóma og kynferðislega áreitni. Sjá nánar í EKKO áætlun Icewear.
Starfsfólki eru skapaðar aðstæður til að samræma vinnu og ‑ölskyldulíf eftir besta kosti.
Þagnarskylda gildir um allar upplýsingar sem tengjast hagsmunum fyrirtækisins og viðskiptavina. Starfsmenn taka ákvarðanir byggðar á góðum viðskiptaháttum, lögum, reglugerðum og heiðarleika, og sýna kurteisi og virðingu í samskiptum við samstarfsmenn, viðskiptavini og aðra í starfi.
Icewear virðir mannréttindi og líður ekki barnaþrælkun, nauðungarvinnu eða önnur mannréttindabrot í starfsemi sinni. Samstarfsaðilar, birgjar og aðrir hagsmunaaðilar eru háðir sömu kröfum og Icewear áskilur sér rétt til að slíta viðskiptasambandi ef einhver þeirra fer gegn mannréttindum.