Jafnréttisstefna

Markmið jafnréttisstefnu

Jafnréttisstefna Icewear felur í sér að vinnustaðurinn sé eftirsóttur fyrir alla einstaklinga. Markmið og metnaður Icewear er sá að allir starfsmenn skuli njóta jafnréttis í starfi sínu innan fyrirtækisins, óháð kyni, uppruna, trúar og aldurs. Að hver starfsmaður verði metinn og virtur að verðleikum á eigin forsendum. Eftirfarandi atriði eru höfð að leiðarljósi.

Aðgerð, ábyrgð og tímarammi

Markmið jafnréttisstefnu er að stuðla að jafnri stöðu allra kynja. Að tækifæri einstaklingsins séu jöfn, óháð kynferði, uppruna, trú eða aldri. Einnig að koma í veg fyrir kynbundinn launamun og stuðla þannig að því að Icewear sé eftirsóttur vinnustaður í huga allra kynja.

Stjórn Icewear ber ábyrgð á því að skilgreina stefnu fyrirtækisins. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á innleiðingu stefnunnar, umbótum og hlýtingu á settum viðmiðum, sem og að tryggja að allir stjórnendur þekki stefnuna og uppfylli öll skilyrði hennar.

Jafnréttisáætlunin skal vera tekin til skoðunar ár hvert, enda mikilvægt að hún sé í sífelldri þróun. Ár hvert skal starfsemin greind út frá öllum kynjum og staðan rýnd. Staðan skal kynnt fyrir stjórn með formlegum hætti og umbótaverkefni fundinn gerist þess þörf. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á því og skal því lokið fyrir 15. nóvember ár hvert.

Kjaramál

Icewear skuldbindur sig til þess að innleiða öll viðmið við ákvörðun launa sem tryggja að hver og einn fái greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess.

Ráðningar, laun og önnur umbun byggir ekki á grundvelli kynferðis, kynþáttar, stjórnmálaskoðana eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Þegar nýr starfsmaður er ráðinn inn í fyrirtækið, skal ákvörðun launa hans taka mið af kröfum sem starfið gerir með tilliti til ábyrgðar, álags og sérhæfni og tryggja þannig að verklagsreglum um ákvörðun launa sé fylgt.

Til að mæla hlýtingu er gerð launaúttekt á eins árs fresti. Þá eru borin saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kynjum. Árlega er farið yfir gildandi lög og reglugerðir jafnlaunamála og staðfest á fundi hlítni við lög. Icewear skuldbindur sig til að bregðast við frábrigðum og vinna þannig að viðhaldi jafnlaunakerfis með stöðugum umbótum og eftirliti. Með því að framfylgja jafnlaunastefnu tryggir Icewear að lögum og kröfum sé fylgt.

Markmið, aðgerð, ábyrgð og tímarammi

Ákvörðun launa og annarra starfskjara skal ekki fela í sér kynjamismun eða mismun á jafnverðmætum störfum. Ár hvert skal starfsemin greind út frá öllum kynjum og staðan rýnd. Staðan skal kynnt fyrir stjórn með formlegum hætti og umbótaverkefni fundinn gerist þess þörf. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á því og skal því lokið fyrir 15. nóvember ár hvert.

Auglýsingar

Í öllum atvinnuauglýsingum Icewear skulu störf ávallt ókyngreind. Í öllu kynningarefni Icewear skal gæta þess að fólk sé ekki móðgað eða blygðunarkennd þess særð.

Markmið, aðgerð, ábyrgð og tímarammi

Lausar stöður skulu standa öllum kynjum til boða. Auglýsingar um laus störf skulu vera ókyngreindar. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á að auglýsa laus störf.

Samræming vinnu og einkalífs

Til að koma á móts við fjölskyldur skal boðið upp á hverja þá vinnuhagræðingu sem við verður komið.

Markmið, aðgerð, ábyrgð og tímarammi

Skipulag vinnutíma og vaktarfyrirkomulags skal vera fyrirsjáanlegt upp að vissu marki svo hægt sé að samhæfa starf og fjölskyldulíf. Að hvetja og ýta undir að öll kyn nýti þann rétt sem þau eiga til foreldra og fæðingaorlofs og leyfi vegna veikinda barna. Vaktafyrirkomulag skal vera fyrirsjáanlegt. Kynna öllum starfsmönnum réttindi sín og skyldur sem þeir hafa í þessum efnum. Mannauðsstjóri og verslunarstjórar bera ábyrgð á ráðningu.

Starfsandi og líðan starfsmanna

Icewear hvetur til þess að gert sé ráð fyrir þátttöku maka og/eða barna í félagslífi starfsmanna, þegar það á við. Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og heiðarleika.

Starfsþjálfun og endurmenntun

Allir einstaklingar skulu njóta sömu tækifæra til sí- og endurmenntunar og til að sækja námskeið sem haldin eru innan fyrirtækisins til að auka hæfni einstaklingins í starfi. Meistaraskóli Icewear var stofnaður í janúar 2023 og er með fjölbreytt námskeið reglulega sem standa öllum starfsmönnum til boða.

Markmið, aðgerð, ábyrgð og tímarammi

Starfsþróun og framgangur í starfi skal vera óháður kyni. Öll starfsþjálfun innan fyrirtækisins, sí- og endurmenntun skal vera aðgengileg öllum starfsmönnum. Öll kyn skulu hvött til þess að sækja um lausar stöður innan fyrirtækisins. Greining á starfsþróun skal fara fram árlega. Öll kyn skulu hvött til þáttöku í fræðslustarfi Icewear. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á greiningu og skal henni lokið fyrir 15. nóvember ár hvert.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti

Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin- og kynferðisleg áreitni verða ekki liðin hjá Icewear. Allir starfsmenn fyrirtækisins eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Framkvæmdastjóri, skrifstofustjóri, mannauðsstjóri og verslunarstjórar bera í sameiningu ábyrgð á að leysa úr slíkum málum, komi þau upp. EKKO áætlun Icewear hefur verið kynnt og virkjuð.

Markmið, aðgerð, ábyrgð og tímarammi

Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin- og kynferðisleg áreitni verða ekki liðin hjá Icewear. Fræðsla og námskeið skulu standa til boða þeim sem vinna úr og taka á móti kvörtunum starfsfólks vegna eineltis, kynbundins ofbeldis, kynbundnar eða kynferðislegrar áreitni. Verklagsreglum skal fylgt þegar ábending berst um kyndbundið ofbeldi, kynferðislega eða kynbundna áreitni. Verklagsregla skal vera öllum starfsmönnum aðgengileg. Sjá til þess að námskeið og fræðsla séu reglulega á dagsskrá. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á að viðbragðsáætlun og verklagsreglur séu öllum aðgengileg á öllum vinnustöðum Icewear. Tekið skal tillit til jafnréttisáætlunar við skipulagningu námskeiða ársins.

Uppfært og yfirfarið október 2025.