Saga Icewear

Icewear

Rekstur Icewear nær aftur til ársins 1972 og byrjaði í upphafi sem prjónastofa á Hvammstanga og hefur því verið starfandi í verslunar- og heildsölurekstri og framleiðslu á fatnaði í rúm 50 ár. Í upphafi var lögð áhersla á fatnað úr íslenskri ull og var markmiðið að bjóða upp á vörur sem höfðu tengingu við Ísland og uppfyllti eftirspurn ferðamanna.

Árið 2010 urðu kaflaskil þegar fyrirtækið opnaði sína fyrstu smásöluverslun undir nafni Icewear í Þingholtsstræti í Reykjavík. Í kjölfarið jókst eftirspurn á Íslenskum markaði og áherslur jafnt og þétt einnig sniðnar í takt við nýjan hóp viðskiptavina.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er aukin áhersla á eigin verslanir sem eru orðnar fjölmargar víðsvegar um Ísland, ásamt vefverslun Icewear.

Verslanir

Verslanir Icewear telja yfir þrjátíu auk vefverslunar, heildsölu og fyrirtækjasviðs.

Verslanirnar starfa undir vörmerkjum Icewear, Icewear Magasín, Icewear Garn, Icemart, Arctic Explorer, Mt Hekla, Saga, Vík market, og Icewear Woolhouse. Icewear rekur þjónustumiðstöðvar fyrir farþega skemmtiferðaskipa á Akureyri, veitingasölu og verslanir við Goðafoss, verslun í Gestastofu og veitingar á Leirum í Þjóðgarðinum á Þingvöllum.  Auk þess er Verslunarmiðstöðin í Vík í Mýrdal hluti af rekstrinum og hýsir Icewear Magasín, Icewear, Icemart og Woolhouse auk veitingastaða, kaffihúsa og matvöruverslunar samhliða annarri þjónustu við ferðamenn.

Icewear hefur um árabil boðið eitt mesta úrval landsins af minjagripum, gjafavörum og öðrum tengdum vörum til sölu í heildsölu og í eigin verslunum undir nafninu Icemart.

Fatnaður

Icewear útivistarfatnaðurinn er hannaður af hönnunardeild Icewear á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Útivistarlínan samanstendur af tæknilegum útivistarfatnaði fyrir margbreytilegt íslenskt veðurfar og harðgert landslag þar sem nauðsynlegt er að geta brugðist rétt við mismunandi aðstæðum.

Ullarlínan samanstendur af breiðu úrvali af fatnaði og fylgihlutum bæði með þjóðlegri íslenskri tengingu eins og t.a.m. lopapeysan og ullarsokkar, ásamt vörum með norrænum áhrifum en einnig er úrval sígildum og almennum ullarvörum. Icewear leggur áherslu á fjölbreytileika og breiða vörulínu á sanngjörnu verði sem þjónar sem flestum.

Stjórnendur

Hjá Icewear starfar reynslumikið fólk á sviði framleiðslu, verslunar og þjónustu.

Eigandi Drífu ehf. er Ágúst Þór Eiríksson.

Stjórnendur Icewear Drífu ehf eru:

Aðalsteinn Pálsson, forstjóri

Heiðar Þór Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri

Vilborg Jónsdóttir, fjármálastjóri

Einar Gunnþórsson, sölu- og framleiðslustjóri

Sigrún Edda Elíasdóttir, markaðsstjóri

Sigurður Árni Jósefsson, rekstrarstjóri verslana