Persónuverndarstefna

Í þessari persónuverndarstefnu kemur fram hvernig Drifa ehf., kt. 480173-0159, Suðurhrauni 10, 210 Garðabæ (hér eftir nefnt "Icewear"), vinnur með upplýsingar um skráða einstaklinga (hér á eftir einnig nefnt "þú").

Þessi stefna fjallar um vinnslu persónuupplýsinga þegar einstaklingar:

Icewear notar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi reglur um friðhelgi einkalífsins á Íslandi á hverjum tíma, sem og viðeigandi ákvæði í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

 

Friðhelgi þín er okkur mikilvæg

Icewear metur friðhelgi einkalífsins mikils og virðir réttindi einstaklinga ásamt því að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi reglur og bestu starfsvenjur á hverjum tíma.

 

Hvaða gögnum safnar Icewear og í hvaða tilgangi?

Icewear leggur áherslu á að vinna aðeins með þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar í tengslum við ástæðu fyrir söfnun þeirra.  Icewear vinnur ekki persónuupplýsingar í neinum öðrum tilgangi nema þú hafir fengið tilkynningu um það og gefið samþykki þitt.

Icewear vinnur, eftir því sem við á, með eftirfarandi persónuupplýsingar:

Það er stefna Icewear að safna ekki viðkvæmum persónuupplýsingum, upplýsingum um refsiverð brot eða upplýsingum um börn yngri en 13 ára.

 

Megintilgangurinn með úrvinnslu persónuupplýsinga er:

 

Þegar þú notar vefsvæði, www.icewear.is, er upplýsingum um notkun þína safnað, þ.e. IP-tölu, gerð og útgáfu vafra, tímasetningu og lengd heimsóknar og hvaða undirsíður þú heimsækir í gegnum vefsvæðið. Hér finnur þú frekari upplýsingar um notkun okkar á vafrakökum

 

Lagagrundvöllur fyrir söfnun og vinnslu persónuupplýsinga

Eftirfarandi er sá lagagrundvöllur sem Icewear byggir á við söfnun og vinnslu persónuupplýsinga:

 

Hversu lengi geymir Icewear gögnin þín?

Icewear geymir persónuupplýsingar jafnlengi og nauðsynlegt er, eftir því hvaða lagalegur grundvöllur er fyrir söfnun þeirra. Til dæmis eru þau gögn sem safnað er í gegnum eftirlitsmyndavélar geymd í 90 daga. Bókhaldsskrár eru varðveittar í sjö ár samkvæmt lögum um bókhald nr. 145/1994.  Endurskoðun á varðveislu gagna fer fram einu sinni á ári og ef niðurstaða hennar sé að vinnsla gagna sé ekki nauðsynleg, verður henni hætt.

 

Hvaðan safnar Icewear persónuupplýsingum um þig?

Icewear fær persónuupplýsingar frá þér og við ákveðnar kringumstæður frá utanaðkomandi aðilum en í slíkum tilfellum verður þú upplýst/ur um uppruna gagnanna.

 

Hvenær deilir Icewear persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila og hvers vegna?

Icewear selur ekki persónuupplýsingar undir neinum kringumstæðum. Icewear deilir gögnum aðeins með þriðja aðila ef lög krefjast þess eða ef sá þriðji aðili er þjónustuveitandi, umboðsaðili eða verktaki. Þriðji aðili gæti til dæmis komið að eftirfarandi verkefnum:

Icewear gerir gagnavinnslusamning við hvern þann þriðja aðila sem hefur með gagnavinnslu að gera. Slíkir samningar fela í sér skyldur vinnsluaðila til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og bann við notkun þeirra í einhverjum öðrum tilgangi. Icewear getur einnig miðlað persónuupplýsingum til þriðja aðila sé það nauðsynlegt til að vernda lögmæta hagsmuni okkar, t.d. við innheimtu vanskilakröfu.

Persónuverndarstefna Icewear nær ekki til vinnslu upplýsinga á vegum þriðja aðila. Icewear hefur hvorki stjórn á, né ber ábyrgð á notkun, birtingu eða annars konar úrvinnslu af þeirra hálfu. Við hvetjum þig til að lesa persónuverndarstefnu viðkomandi þriðja aðila, þ.m.t. vefhýsingaraðila vefsvæða sem vísa á vefsvæði Icewear, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Google og Microsoft og þeirrar greiðsluþjónustu sem þú velur að nota.

Öryggi persónuupplýsinga og tilkynning um brot

Verndun persónuupplýsinga er Icewear mikilvæg og hefur verið gripið til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana til að tryggja að persónuupplýsingar þínar séu verndaðar í samræmi við öryggisstefnu Icewear. Komi upp öryggisbrestur sem tengist persónuupplýsingum þínum sem hefur áhrif á frelsi þitt og réttindi, verður þér tilkynnt um það tafarlaust. Öryggisbrestur er atburður sem leiðir til þess að persónuupplýsingar þínar glatist eða eyðileggist, breytist, birtist eða verði aðgengilegar óviðkomandi einstaklingi eða aðilum. Hafðu í huga að þær persónuupplýsingar sem þú kýst að deila með Icewear á samfélagsmiðlasíðum, t.d. Facebook eða Instagram, teljast opinberar upplýsingar og hefur Icewear enga stjórn á meðferð slíkra gagna. Ef þú vilt ekki deila gögnum með öðrum notendum eða samfélagsmiðlinum mælum við með því að þú deilir ekki gögnum í gegnum samfélagsmiðlasíður Icewear. Við hvetjum þig einnig til að lesa friðhelgisstefnu þessara aðila; Facebook, Google, Microsoft o.s.frv.

 

Réttindi þín

Með fyrirvara um þau skilyrði sem koma fram í viðeigandi persónuverndarlöggjöf hefur þú rétt til eftirfarandi:

 

Ef þú vilt nýta þér réttindi þín getur þú sent skriflega fyrirspurn til support@icewear.is. Við biðjum þig vinsamlegast um að senda fyrirspurnina til Icewear á eyðublaði sem finna má á vefsvæðinu.  Við sendum staðfestingu á móttöku þegar beiðnin berst Icewear og stefnum að því að svara innan mánaðar frá móttöku hennar. Ef við getum ekki svarað innan mánaðar verður þér tilkynnt um seinkunina áður en mánuður er liðinn. Ekkert gjald er tekið þegar einstaklingur nýtir þau réttindi sem hér hafa verið skilgreind, nema ef innsend fyrirspurn telst vera óhófleg eða augljóslega tilgerðarlaus.

Þú hefur einnig rétt á að leggja fram kvörtun til viðkomandi eftirlitsaðila. Á Íslandi er slíkur eftirlitsaðili Persónuvernd. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.personuvernd.is

 

Frekari upplýsingar

Hafir þú frekari spurningar varðandi persónuupplýsingar þínar biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband við skrifstofu okkar.

Drífa ehf.
Suðurhraun 10
210 Garðabær
+354 555 7400
support@icewear.is

 

Endurskoðun persónuverndarstefnunnar

Persónuverndarstefna okkar er yfirfarin reglulega og uppfærð ef þörf krefur. Stefnan var síðast uppfærð þann 10. september 2020.