Atvinna
Icewear
Icewear var stofnað árið 1972. Fyrirtækið byrjaði sem lítil prjónastofa á Hvammstanga og leggur áherslu á að framleiða gæðafatnað fyrir útivist og frístundir. Icewear rekur yfir 30 verslanir um land allt, en meðal annars má finna verslanir okkar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Húsavík, Vík og Vestmannaeyjum. Icewear býður upp á fjölbreytt vöruúrval, allt frá minjagripum og ullarfatnaði upp í tæknilegan útivistarfatnað.
Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi fólks við spennandi og fjölbreytt verkefni. Skrifstofur Icewear eru staðsettar í Suðurhrauni 10, 210 Garðabæ
Fyrir almennar atvinnuumsóknir vinsamlegast sendið póst á atvinna@icewear.is. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir eru geymdar í 3 mánuði.