Þjónustustefna

Útivist fyrir alla

Hlutverk Icewear er að bjóða úrval gæða útivistarvara á verði sem nær til allra markhópa og stuðla með því að aukinni útivist og vellíðan fyrir alla.

Til að geta uppfyllt hlutverk sitt til framtíðar er nauðsynlegt að félagið haldi áfram þeirri vegferð að vera leiðandi í hönnun og þróun á sjálfbærum útivistarfatnaði með nýsköpun.

Vinir Icewear

Icewear býður viðskiptavinum sínum að ganga í vinaklúbb Icewear. Vinaklúbburinn hefur notið mikilla vinsælda og stefnum við áfram á að sinna þeim hópi vel.

Vinum Icewear bjóðast ýmis sérkjör bæði í verslunum og/eða í vefverslun. Sérkjörin eru í formi afslátta og geta tekið breytingum án fyrirvara.

Til að geta nýtt sér sérkjör í boði hverju sinni fyrir vini Icewear þarf viðkomandi að vera skráður sem ”Vinur Icewear”. Skráning í ”Vini Icewear” er möguleg í verslunum og vef Icewear.

Upplýsingar um sérkjör í gangi hverju sinni má finna í verslunum og vef Icewear ásamt tölvupóstum sem sendir eru á póstlista fyrir Vini Icewear. Ekki er hægt að blanda saman afsláttum, sem eru í boði fyrir alla í verslunum og vefverslun Icewear, við afslætti eða önnur sérkjör sem einungis eru í boði fyrir Vini Icewear. Til að nýta sér sérkjör sem í boði eru fyrir Vini Icewear þarf að greiða með pening eða greiðslukorti. Ekki er hægt að nýta inneignarnótur eða gjafabréf til að greiða fyrir vörur sem eru í boði á fyrrnefndum sérkjörum.

Icewear áskilur sér allan rétt til að breyta sérkjörum án fyrirvara.

Markmið

Þjónustustefna Icewear hefur það markmið að skýra þann ramma sem Icewear vinnur eftir til að veita fyrsta flokks þjónustu til viðskiptavina.

Gildi Icewear leggja línuna

Með gildi Icewear að leiðarljósi er lína lögð til að ná markmiðum fyrirtækisins í þjónustu, sem og allri nálgun við bæði viðskiptavini og starfsfólk.

Góð samskipti er rauður þráður í starfsemi Icewear. Starfsfólk og stjórnendur eru hvött til að eiga jákvæð og góð samskipti, hafa skoðanir og koma þeim áleiðis á jákvæðan og hvetjandi hátt. Þá er starfsfólk ávallt hvatt til að eiga í góðum samskiptum við viðskiptavini. Með góðum samskiptum og þjónustulund má veita framúrskarandi þjónustu. Góð samskipti við viðskiptavini eru einnig rafræn samskipti í gegnum heimasíðu og vefverslun, en hún hefur vaxið hratt og er stöðugt verið að bæta við bæði vöruúrvali ásamt aukinni þjónustu og skilvirkni.

Metnaður er sameiningartákn starfsmanna og er samofinn allri starfsemi Icewear. Metnaður ýtir undir það markmið að ná fram því besta úr starfsfólki og stjórnendum, sem er grundvöllur þess að ná markmiðum heildarinnar. Starfsfólk Icewear hefur reynslu og mikla þekkingu á vörum Icewear. Til að efla starfsfólk enn frekar er boðið upp á margvísleg námskeið; þjónustunámskeið, sölunámskeið sem og fræðslu í vöruþekkingu ásamt fjölda annarra námskeiða. Fræðslan fer fram í Meistaraskóla Icewear en honum er fylgt eftir með fræðslustefnu Icewear.

Ánægja er forsenda fyrir vellíðan starfsmanna. Ánægt starfsfólk með bros á vör og hlýlegt viðmót eykur líkur á framúrskarandi þjónustu og jákvæðri upplifun hjá ánægðum viðskiptavinum. Því er lagt mikið upp úr góðum starfsanda, stuðningi við starfsfólk og að það sé gaman í vinnunni. Mannauðsstefna Icewear tekur á þeim þáttum sem styðja við starfsfólk, framþróun og vellíðan þeirra.

Framkvæmd og eftirfylgni