BJÖRT
Létt peysa prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Björt er einstaklega falleg og létt fullorðinspeysa Stærðir XS S M L XL 2XL Yfirvídd bols 94.5 cm 100 cm 105.5 cm 110 cm 115.5 cm 120 cm Lengd á bol, frá handvegi 36 cm 37 cm 38 cm 39 cm 40 cm 41 cm Lengd á ermum, frá handvegi 44 cm 45 cm 46 cm 47 cm 48 cm 49 cm EFNI Nordic Mini (#4019) 200 g 200 g 250 g 250 g 300 g 300 g Mohair Silk (#4019) 100 g 100 g 125 g 125 g 150 g 150 g Brillino (#11) 25 g 25 g 25 g 25 g 25 g 25 g Einnig hægt að nota: -1 þráð af Bamboo Wool PRJÓNAR Hringprjónar nr. 4 (40 og 80 eða 100 cm) Hringprjónar nr. 4.5 (40 og 80 eða 100 cm) PRJÓNFESTA 10X10 cm = 22 lykkjur og 30 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr. 4.5. Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á. AÐFERÐ BJÖRT er létt og þægileg peysa, prjónuð ofan frá og niður, með sléttu prjóni og gatamunstri yfir berustykkið. Peysan er prjónuð úr tveimur þráðum á prjóna nr. 4.5 en svo er þriðja þræðinum bætt í munstur og í úrtöku á bol og á ermum. * Fáanleg á íslensku og ensku
SKU
KNIT0448


