PÆJA
Barna kragapeysa prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Pæja er fljótprjónuð og falleg peysa með lausum kraga, prjónuð úr Saga double á prjóna nr 6. Peysan er prjónuð neðan frá í hring og munsturprjón er eingöngu slétt og brugðið. Uppskriftin er frekar einföld og hentar því vel fyrir þá sem ekki eru reynslumiklir í prjóni. STÆRÐIR 4 6 8 10 ára Yfirvídd 68 cm 74 cm 86 cm 86 cm Bollengd 30 cm 34 cm 36 cm 38 cm Ermalengd 28 cm 32 cm 34 cm 36 cm EFNI Double Saga frá Icewear, Magn: 300 400 500 500 gr PRJÓNAR Hringprjónar nr. 6, 40 og 60 cm. Sokkaprjónn nr. 6. 4 hjálparnælur fyrir handveginn. PRJÓNFESTA 13 L og 17 umf í sléttu prjóni með prjóna nr. 6 = 10 x 10 cm. AÐFERÐIR Bolur og ermar eru prjónuð í hring með úrtöku í mitti. Í handvegi eru lykkjur sameinaðar á einn prjón. Axlastykki er prjónað í hring að hálsmáli með laskaúrtöku. * Fáanleg á íslensku og ensku
SKU
KNIT0320