



HRAFN
Herrapeysa prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Hrafn er falleg herrapeysa prjónuð úr Double Saga garninu frá Icewear Garn. STÆRÐIR XS S M L XL 2XL 3XL Yfirvídd á bol 89 cm 95 cm 104.5 cm 107.5 cm 114 cm 117 cm 129 cm Lengd á bol, frá handvegi 40 cm 41 cm 42 cm 43 cm 44 cm 45 cm 46 cm Ermalengd, frá handvegi 48 cm 49 cm 50 cm 51 cm 52 cm 53 cm 54 cm EFNI Double Saga frá Icewear Garn, 100% ull. 100g (100m/109 yd). Garnmagn Litur 1 (#1151 / 4108) 600 g 600 g 700 g 800 g 900 g 1000 g 1050 g Litur 2 (#9115 / 4103) 100 g 100 g 100 g 100 g 100 g 100 g 100 g Litur 3 (#1000 / 1000) 100 g 100 g 100 g 100 g 100 g 100 g 100 g Litur 4 (#0001 / 0001) 100 g 100 g 100 g 100 g 100 g 100 g 100 g PRJÓNAR Hringprjónar nr. 6 og 7 (40 og 80/100 cm langir) Sokkaprjónar nr. 6 og 7. PRJÓNFESTA 10X10 cm = 13 lykkjur og 17 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr. 7. AÐFERÐ Peysan er prjónuð í hring, með sléttu prjóni og tvíbanda prjóni. Tvíbanda munsturbekkur er neðst á bol og ermum. Berustykkið er prjónað með tvíbanda munsturbekk. Stroff neðan á bol og ermum ásamt hálslíningu eru prjónuð; 1 L sl, 1 L br. Uppskriftinni fylgja leiðbeiningar til að prjóna peysuna á tvo vegu; ofan frá og niður eða neðan frá og upp. * Fáanleg á íslensku og ensku
SKU
KNIT0459







