JÓLAGLEÐI
Hneppt jólapeysa prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Þessi peysa varð til þegar mig langaði svo að prjóna jólapeysu, ég leitaði og leitaði, googlaði og googlaði en fann enga uppskrift, ákvað því að byrja og sjá hvað kæmi út úr því, þetta er útkoman. Ég mæli með að nota afgangs garn sem mest í munstrin, þar sem oft fer lítið af garni í hverjum lit. STÆRÐIR S (M) L (XL) XXL Yfirvídd/brjóstmál ca: 89 (97) 105 (113) 121 cm EFNI Baby Wool frá Icewear, 100 % merino ull Hvítur: 9005 1000 – 4 (4) 5 (5) 6 dokkur Rauður: 9005 2026 – 3 (3) 3 (4) 4 dokkur Grænn: 9005 5028 – 2 (2) 2 (3) 3 dokkur PRJÓNAR Hringprjónn og sokkaprjónar nr 3. PRJÓNFESTA 10 x 10 cm = 30 lykkjur og 10 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr 3. AÐFERÐIR Jólagleði er prjónuð ofan frá og niður. Ástæðan fyrir því er að þá er auðveldara að máta flíkina til, þannig að hún passi sem best. Uppskriftinni fylgja útskýringar fyrir heila og opna peysu.
SKU
ÍV-001


