MJÖLL
Sokkar prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Mjöll sokkar eru fallegir sokkar með löngu stroffi sem brotið er upp á og heldur þétt utan um ökklann. Ristin er skreytt með fjölbreyttu, einlitu munstri. STÆRÐIR Skóstærðir 36-38 og 39-41 EFNI Nordic frá Icewear Garn, 50 g (108 M/ 118 yd) Litur: 9006-1000, 150 (150) g PRJÓNAR Sokkaprjónar nr. 3 (3.5) PRJÓNFESTA 10X10 cm = 26 lykkjur og 38 umferðir í munsturprjóni á prjóna nr. 3. 10X10 cm = 22 lykkjur og 30 umferðir í munsturprjóni á prjóna nr 3.5. Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á. AÐFERÐIR Sokkarnir eru prjónaðir ofan frá og niður að tá. Byrjað er á 14 cm stroffi; 2 L sl, 2 L br og síðan eru þeir prjónaðir með munsturprjóni. Hælstallur er prjónaður fram og til baka samkvæmt munsturbekk 1 og úrtaka er gerð við tá. Hvor stærð nær yfir þrjár skóstærðir. * Fáanleg á íslensku og ensku
SKU
KNIT0422


