MJÖLL
Vettlingar prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Mjöll vettlingar er fallegir vettlingar með löngu stroffi sem brotið er upp á og heldur þétt utan um úlnliðinn. Belgurinn er skreyttur með fjölbreyttu, einlitu munstri. STÆRÐIR Dömu S/M og L EFNI Nordic frá Icewear Garn, 50 g (108 M/ 118 yd) Litur: 9006-1000, 150 g PRJÓNAR Sokkaprjónar nr. 3 PRJÓNFESTA 10X10 cm = 26 lykkjur og 38 umferðir í munsturprjóni á prjóna nr. 3. Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á. AÐFERÐIR Byrjað er á því að prjóna 14 cm langt stroff sem brotið er upp á og heldur það þétt utan um úlnliðinn. Belgurinn er prjónaður með fallegu og fjölbreyttu munstri. Til að móta þumalinn er gerð tunga. Stærð vettlinganna miðast við kvenmanns stærð S/M og L. Auðvelt er að stækka þá eða minnka með því að nota minni eða stærri prjóna en gefið er upp. * Fáanleg á íslensku og ensku
SKU
KNIT0423