BLEIKA
Slaufan sokkar prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Bleika slaufan - sokkar eru hannaðir með gott málefni í huga. Allur ágóði af sölunni í október rennur til Krabbameinsfélags íslands. Einnig mun Icewear Garn gefa sömu upphæð á móti. STÆRÐIR Skóstærð 36-38 38-40 40-42 Ummál 19 cm 21 cm 22 cm EFNI Artic frá Icewear Garn, 80% ull og 20% nylon. 50 g (175 m/ 191 yd) Litur 1: 9004-8001 : 50-50-100 g Litur 2: 9004-8050 : 50-50-50 g Litur 3: 9004-4003 : 50-50-50 g PRJÓNAR Sokkaprjónar nr. 3 PRJÓNFESTA 10X10 cm = 27 L og 40 umferðir í einlitu prjóni á prjóna nr. 3. AÐFERÐIR Byrjað er á því að prjóna stroff; 2 L sl, 2 L br. Á eftir stroffi kemur tvíbanda munsturprjón. Þegar munsturprjóni er lokið er leggurinn einlitur að hæl. Hælstallur er prjónaður með garðaprjóni og í öðrum lit. Sokkurinn er einlitur fram að úrtöku á tá, hún er prjónuð með sama lit og hællinn. * Fáanleg á íslensku og ensku
SKU
KNIT0428


