ramba_KNIT0438_buttoned-sweater-and-hat_knitting-pattern_prjonauppskrift1.jpeg
ramba_KNIT0438_buttoned-sweater-and-hat_knitting-pattern_prjonauppskrift2.jpeg
ramba_KNIT0438_buttoned-sweater-and-hat_knitting-pattern_prjonauppskrift3.jpeg
ramba_KNIT0438_buttoned-sweater-and-hat_knitting-pattern_prjonauppskrift4.jpeg
ramba_KNIT0438_buttoned-sweater-and-hat_knitting-pattern_prjonauppskrift5.jpeg
ramba_KNIT0438_buttoned-sweater-and-hat_knitting-pattern_prjonauppskrift6.jpeg

RAMBA

Röndótt barna sett prjónauppskrift

————

Skattar og tollar eru innifaldir

Hér kemur opna útgáfan af Römbu. Einföld og skemmtileg peysa sem hentar við öll tækifæri. Hneppt barnapeysa sem er einföld í prjóni og hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur sem vilja læra að klippa upp peysu, taka upp lykkjur og sauma kant. Uppskriftinni fylgir húfa. STÆRÐIR Peysa: 1-2 ára 2-4 ára 4-6 ára Yfirvídd: 66 cm 71 cm 76 cm Lengd á bol, frá handvegi: 24 cm 26 cm 29 cm Ermalengd, frá handvegi: 24 cm 26 cm 29 cm Húfa: Ummál 35.5 cm 40 cm 44 cm EFNI Super frá Icewear Garn,100% merino ull, 50g (100 m/ 109 yd) Litur 1 (2032): 50-50-100 g Litur 2 (8050): 100 -100-150 g Litur 3 (8001): 100 -100-150 g PRJÓNAR Hringprjónn nr 4 og 4.5 (40 cm) Sokkaprjónar nr 4 og 4.5 PRJÓNFESTA 18 L og 27 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr 4.5 Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á. AÐFERÐIR Stroff neðan á bol og ermum ásamt hálslíningu er prjónað; 2 L sl, 2 L br, til skiptis. Bolur, ermar og berustykki er prjónað röndótt með sléttu prjóni. Í uppskriftinni er hog að velja um tvær leiðir til að prjóna peysuna. Að prjóna neðan frá og upp eða ofan frá og niður.. * Fáanleg á íslensku og ensku

SKU

KNIT0438