RAMBA
Röndótt barna peysa prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Ramba er barnapeysa sem er einföld í prjóni og hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur. Fullkomin peysa fyrir leikskólann. Uppskriftinni fylgir húfa. STÆRÐIR 1-2 ára 2-4 ára 4-6 ára Peysa: Yfirvídd: 66 cm 71 cm 76 cm Lengd á bol, frá handvegi: 24 cm 26 cm 29 cm Ermalengd, frá handvegi: 24 cm 26 cm 29 cm Húfa: Ummál 35.5 cm 40 cm 44 cm EFNI Super frá Icewear Garn,100% merino ull, 50g (100 m/ 109 yd) Litur 1: #9012-9059: 50g - 50 g - 100g Litur 2: #9012-1130: 100g - 100g - 150g Litur 3: #9012-1000: 100g - 100g - 150g PRJÓNAR Hringprjónn nr 4 og 4.5 (40 cm) Sokkaprjónar nr 4 og 4.5 PRJÓNFESTA 18 L og 27 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr 4.5 Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á. AÐFERÐIR Stroff neðan á bol og ermum ásamt hálslíningu er prjónað; 2 L sl, 2 L br, til skiptis. Bolur ermar og berustykki er prjónað röndótt með sléttu prjóni. Í uppskriftinni er hægt að velja um tvær leiðir til að prjóna peysuna. Að byrja neðan frá og prjóna upp eða að byrja ofan frá og prjóna niður. * Fáanleg á íslensku og ensku
SKU
KNIT0420




