RÚRÝ/RÚRIK
Fullorðins peysa prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Klassísk og falleg peysa peysa úr mjúka Saga wool garninu frá Icewear. Einungis tveir litir eru notaðir og peysan er því frekar einföld í prjóni. STÆRÐIR XS S M L XL XXL Yfirvídd 87 cm 93 cm 100 cm 107 cm 113 cm 120 cm Bolsídd að handvegi 42 cm 43 cm 44 cm 45 cm 46 cm 47 cm Ermasídd - Dömur 45 cm 46 cm 47 cm 48 cm 49 cm 50 cm Ermasídd - Herrar 49 cm 50 cm 51 cm 52 cm 53 cm 54 cm EFNI Saga wool frá Icewear, 100% ull (50 g/100 m) Litur A #9001-2109: 350-400-450-500-550-600 g Litur M #9001-1134: 100-100-100-150-150-150 g PRJÓNAR Hringprjónar nr 4½ og 5, 40 og 80 cm Sokkaprjónar nr 4½ og 5 PRJÓNFESTA 10 x 10 = 17 lykkjur og 23 umferðir í sléttprjóni á prjóna nr 5. Nauðsynlegt er að hafa rétta prjónfestu til þess að flíkin nái uppgefinni stærð. Sannreynið prjónfestu og skiptið um stærð prjóna ef þörf er á. AÐFERÐ Peysan er prjónuð slétt í hring, einlit upp að höndum og með tvíbanda prjóni á axlastykki. Lykkjur af ermum og bol eru sameinaðar í axlastykki. Munstur á axlastykki er prjónað með tvíbandaprjóni og úrtökum upp að hálsmáli.
SKU
KNIT0397


