SÚLA
Hneppt fullorðins peysa prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Súla er gullfalleg ullarpeysa sem er hluti af fjölskyldu munstrinu frá Icewear. Uppskriftina er hægt að fá í stæðrum frá 3 ára - XXL. Munstrið er klassískt íslensk lopapeysumunstur sem gleður augað og gaman er að prjóna. Peysan er prjónuð úr mjúka Saga Wool garninu frá Icewear og uppskriftinni fylgja leiðbeiningar til að prjóna peysuna á tvo vegu; önnur leiðin er hin klassíska leið til að prjóna lopapeysu þ.e. að byrja neðst og prjóna upp en hin leiðin er að byrja uppi og prjóna niður. STÆRÐIR XS S M L XL XXL Yfirvídd: 89-93-98-106.5-111-120 cm Lengd á bol að handvegi að handvegi, dömu: 39-40-41-42-43-44 cm Ermalengd að handvegi, dömu: 44-45-46-47-48-49 cm Lengd á bol að handvegi, herra: 41-42-43-44-45-46 cm Ermalengd að handvegi, herra: 48-49-50-51-52-53 cm EFNI Saga wool frá Icewear, 100% ull, 50g (100 m/ 109 yd) Litur 1 (9063/1000): 250-300-350-400 450 g Litur 2 (9115/9115): 150-200-200-250-250 g Litur 3 (1000/9066): 100-100-100-150-150 g PRJÓNAR Hringprjónar nr 4.5 og 5, 40 og 80 cm langir Sokkaprjónar nr 4.5 og 5 PRJÓNFESTA 10 x 10 = 18 lykkjur og 24 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr 5. AÐFERÐIR Hálslíning og stroff að neðan er prjónað fram og til baka. Fyrir utan það er peysan prjónuð í hring, með sléttu prjóni og tvíbanda prjóni Neðan á ermum og bol er tvíbanda munsturbekkur. Berustykkið er einnig prjónað með tvíbanda munsturbekk. Stroff neðan á bol og ermum ásamt hálslíningu er prjónuð; 1 L sl, 1 L br til skiptis. Uppskriftinni fylgja leiðbeiningar til að prjóna peysuna á tvo vegu; neðan frá og upp og ofan frá og niður. * Fáanleg á íslensku og ensku
SKU
KNIT0444



