TREFILL
Einfaldur trefill prjónauppskrift
Skattar og tollar eru innifaldir
Trefillinn er mjúkur og hlýr. Auðvelt er að lengja hann eða stytta að eigin þörfum, aðeins með því að prjóna fleiri eða færri umferðir. STÆRÐ Lengd - Um það bil 180 cm Breidd - Um það bil 33 cm EFNI Saga mini frá Icewer garn (50 g – 250 m), 100% ull, Mohair mix frá Icewear Garn, 38% mohair/ 22% ull/ 27% acrylic/ 13% nylon (25 g/ 161 m) Báðir þræðirnir eru prjónaðir saman. Einnig er hægt að nota Nordic mini frá Icewear Garn í staðinn fyrir Saga mini. Garnmagn Grár trefill Litur 1 (Saga mini) #1151 — 150 g Litur 2 (Mohair mix) #1051 — 125 g Rauður trefill Litur 1 (Nordic mini) #2026 — 150 g Litur 2 (Mohair mix) #2026 — 125 g PRJÓNAR Hringprjónn nr. 5.5 (60 eða 80 cm langur) PRJÓNFESTA 10X10 cm = ca 14 lykkjur og 20 umferðir í klukkuprjóni á prjóna nr. 5.5. Athugið. Málin geta verið örlítið ónákvæm og breytileg vegan teygjanleika klukkuprjónsins. AÐFERÐ Trefillinn er prjónaður fram og til baka með klukkuprjóni og kantlykkjum sitthvoru megin á köntunum. * Fáanleg á íslensku og ensku
SKU
KNIT0463




